Cart 0

Takk konur

TAKK allar vinkonur sem mættuð á Konur Eru Konum Bestar kvöldið okkar í Hafnarfirði á föstudaginn. Ég er rétt að ná mér niður á jörðina þegar þetta er skrifað. Það er greinilegt að klappliðið okkar stækkar hratt og örugglega. Við konurnar sem stöndum á bakvið verkefnið vorum í hamingjukasti eftir vel heppnaðann viðburð en salan á bolum gekk fram úr björtustu vonum  og ég hlakka til að heyra niðurstöðuna.

TAKK líka þið sem keyptuð bol á netinu, álagið var mikið á kerfinu og við fengum að heyra að einhverjar hefðu þurft að refresha síðuna í 2 klukkutíma til að ná inn á meðan aðrar gáfust upp. Því finnst mér mikilvægt að segja ykkur að þið hafið ennþá tækifæri á að kaupa bol (HÉR) en við ákváðum að hafa opið fyrir sölu út næstu viku. Einhverjar stærðir eru uppseldar og lítið er eftir af hinum – bolirnir eru í boyfriend sniði og því nokkuð loose.

Allur ágóði af sölu bolanna fer í góðar hendur en í ár styrkjum við Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar, meira um málið – HÉR.


Older Post Newer Post