VOL.7 - 2023
VOL.7 - 2023
Cart 0

Konur eru konum bestar 2017

Þetta byrjaði allt saman á því, að okkur langaði til þess að búa til flík með flottum skilaboðum.. eitt leiddi að öðru. 

Neikvæðni og slæmt umtal virðist vera orðið daglegt brauð í nútíma samfélagi og á netinu virðist fólk hafa leyfi til að ráðast á hvern sem er með orðum. Orð geta orðið álög og þetta er eitthvað sem þarf að bæta og helst breyta. Við erum fyrirmyndir komandi kynslóða og þurfum að sýna meiri kærleik og virðingu gagnavart náunganum.

Sem mæður þá leist okkur ekki nógu vel á þann veruleika sem börn okkar alast uppí. Okkur ber skylda að reyna að bæta hann og vera fyrirmyndir og sjá til þess að okkar börn verði einnig góðar fyrirmyndir.

Út frá þessu öllu saman.. kom engin önnur setning til greina, en Konur eru Konum Bestar! Ef við gætum kennt dætrum okkar og vinkonum þeirra að standa saman, og styrkja hverja aðra.. þá myndi þeirra kynslóð jafnvel vera laus við þetta "baktal" og niðurrif í framtíðinni.  Það marg borgar sig að vera næs, og standa saman.

Mjög snemma í ferlinu var tekin ákvörðun um að búa til bol - með þessari fleygu setningu, sem átti að tákna þennan baráttuhug okkar, að vilja breyta til hins betra.
Örlítil breyting á lítilli setningu - mikil breyting á hugarfari.

Aldrei kom annað til greina, en að ágóðinn af sölunni myndi ganga til góðgerðarmála.

En það sem við höfðum ekki hugmynd um þá..
..var að við myndum endurtaka leikinn að ári.
Á þriðja árinu, stofnuðum við góðgerðarfélag.
Á fjórða árinu, kæmi heimsfaraldur 202020202020202 (Árið endalausa)

Skemmtilegar "Bak við tjöldin" myndir frá fyrsta myndatökudeginum okkar má sjá HÉR
Tilbúnar myndir úr tökonum má sjá HÉR

 

TAKK

 


Newer Post