KEKB 2025

Eftir smá pásu, vegna anna..

Höfum við ákveðið að koma aftur til leiks til að heiðra þá miklu baráttu sem formæður okkar hafa staðið fyrir og haldið uppi síðastliðin ár og áratugi !!
- 50 ár eru liðin frá Kvennafrídeginum -

Varan okkar í ár, er slæða. 
Þarf vart að útskýra hvaðan sú hugmynd kom.
Við hittum Höllu okkar Tómasdóttur fyrr á árinu,
og minnti hún okkur á þennan stóra dag sem framundan væri = 24. október
og í ár væri tímamótahátíð þar sem 50 ár væru liðin frá þessum áhrifamikla degi 1975.

Við fylltumst eldmóði og vildum gera eitthvað til heiðurs öllum þeim sem lagt hafa sitt að mörkum til að bæta aðstæður fyrir okkur, kynslóðina sem kom í kjölfarið. Við viljum svo sannarlega halda kyndlinum logandi / eða.. kynda þeirra bál, svo haldist logandi áfram niður næstu kynslóð/ -ir !!
** Enn er hægt að gera betur **

Áfram KONUR !!
Saman stöndum við svo miklu sterkar !!
Við elskum þennan kraft sem við búum til saman. Með honumn erum við óstöðvandi !!

 

Klúturinn er ljós / hvítur.. með tilvísun í Kvennabaráttuna.
- Sjá textabrot neðst í póstinum-
Kanturinn á klútnum er í fánalitunum. Tilvísun í Þjóðarstoltið
Og ef vel er gáð, leynist talan 50. Tilvísun í þessi risastóru tímamót.

Þar sem við höfum gaman af tísku.. 
Þá fannst okkur sniðugt að sýna hvernig hægt væri að nota klútinn á marga vegu..
Möguleikarnir eru ekki tæmandi. Endilega sýnið okkur fleiri hugmyndir og taggið okkur á Instagram.. Okkur finnst gaman að sjá hvernig þið veljið að nota klútinn <3 

Til hamingju með daginn konur !!

 

 

 

 

Hvítur litur tengist kvennabaráttunni (femínisma) af sögulegum og táknrænum ástæðum. 

Sögulegur uppruni

Hvítur litur varð einn af helstu litum bresku súffragettanna í upphafi 20. aldar — þeirra kvenna sem börðust fyrir kosningarétti.
Þær notuðu þrjá liti:

  • Fjólublár: táknaði réttlæti og virðingu,

  • Hvítur: táknaði hreinleika,

  • Grænn: táknaði von.

Þessi litir voru kynntir árið 1908 af Women's Social and Political Union (WSPU) í Bretlandi, sem var áhrifamesta súffragettuhreyfingin.
Þegar kvenréttindabaráttan breiddist út til Bandaríkjanna tóku bandarískar konur einnig upp hvíta litinn sem tákn um siðferðilegan styrk og heiðarleika í baráttunni.

Táknrænt gildi

Hvítur litur var valinn til að:

  • sýna hreinleika ásetningsins (að baráttan væri réttlát og friðsamleg),

  • skapa sýnilega samstöðu (þegar konur komu saman í hvítum kjólum var áhrifin mikil),

  • og síðar varð liturinn að tákni einingar kvenna í öllum stéttum og þjóðfélögum.

Nú á dögum

Hvítur litur er enn notaður í kvennabaráttunni, t.d.:

  • konur í bandaríska þinginu klæddust hvítu til að heiðra súffragettur þegar Kamala Harris og Hillary Clinton fluttu ræður,

  • á alþjóðlegum kvennadögum eða mótmælum klæðast margar hvítu til að vísa í þessa sögu.

Þannig er hvítur litur orðin tákn um samstöðu, réttlæti og kraft kvenna í baráttu fyrir jafnrétti.


 

 


Older Post