VOL.7 - 2023
VOL.7 - 2023
Cart 0

Nú er það SVART !! 2021

Hver reiknaði með að covid myndi ennþá vera að setja allt úr skorðum 2021.
Okkur fannst 2020 vera árið endalausa..
..en árið 2021 - er orðið að einhverju "svartholi" ? 

Ari Eldjárn, notaði orðið "BlackOut" fyrir árið 2021.
Einhvernvegin "árið sem gleymdist" ? Eða hvað ??
Þegar allt átti að vera á uppleið, eftir covid..

Svo komu allar kynferðis-ofbeldis sögurnar uppá yfirborðið..
..sem hefur verið mjög þarft skref, en um leið mjög óþægilegt fyrir marga.
Marga sem hafa upplifað slíkt atferli, þekkt til.. eða sumir jafnvel, sem hafa mögulega ekki áttað sig á því að um ofbeldi væri að ræða..
Heljarinnar ár !! 

Að þessu sögðu, fannst okkur við hæfi að safna styrk til Stígamóta.
Stígamót sérhæfa sig í að taka á móti einstaklingum sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti, og eins þeim sem hafa brotið á öðrum. 
Stígamót voru fengin til liðs við KSÍ, þegar upp kom um slíkar ásakanir innan landliðsins.. svo eitthvað sé nefnt.

Í takt við þetta allt saman, lá beinast við að hafa bolin SVARTAN.


Older Post Newer Post