Þá erum við búnar að afhenda Bjarkarhlíð upphæðina sem safnaðist þetta skiptið.
Við eigum ekki til orð yfir þessari upphæð, og viðtökunum sem verkefnið fékk í ár !!
Þetta er allt saman ykkur að þakka ** TAKK FYRIR, að vera með í klappliðinu!!
Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
Markmið Bjarkarhlíðar er að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið.
Þær Ragna og Hrafnhildur tóku vel á móti okkur.. þegar við mættu morguninn 01.des til að afhenda peningana sem við náðum að safna að þessu sinni.
Það er alltaf vandi að velja þann sem við viljum styrkja.
Ár hvert, höfum við valið málefni.. sem hefur staðið okkur nærri að einhverju leyti.
í kjölfar heimsfaraldurs, hefur heimilisofbeldi því miður aukist til muna..
Vildum við vekja athygli á því, og leggja okkar að mörkum.
Þar sem árið var furðulegt, og ekki hægt að halda viðburð - eins og við erum vanar að gera í kringum söfnunina.. þurftum við að finna nýja leið, og héldum við rafræna myndaveislu í ár. Við fengum marga í kringum okkur til að mæta í myndatöku, og svo póstuðu allir myndinni sinni þegar salan hófst.
Við skipulöggðum okkur vel, pössuðum uppá að aldrei væru margir viðstaddir í stúdíóinu í einu, allir sprittaðir og passað uppá fjarlægð - og þeir sem voru ekki í myndatökunni sjálfri báru grímur.
Þessi undirbúningur (og eftirvinnsla) tók okkur marga daga.. og hlakkaði í okkur að koma öllum á óvart í upphafi sölunnar.
Allt eins vorum við viðbúnar því, að salan yrði minni í ár, sökum ástandsins.
En sú var nú aldeilis ekki raunin, og seldist fyrsta upplagið upp af bolunum á þrem klukkustundum. Við vorum því með prentsmiðjunina undirlaggða í fleiri daga - til að anna eftirspurninni.
Þegar verið er að selja svona til góðgerðarmála, má salan einungis vera í gangi í 2 vikur.
Því lá okkur á að bæta í bolina, eins og prentsmiðjan treysti sér til.
En svo fór á endanum, að ekki allir fengu bol sem vildu.
Með brjóstið fullt af ást, þökkum við fyrir okkur að þessu sinni..
..og erum strax farnar að plana hvernig við förum að næst **
- Munum setja inn myndirnar af þeim sem tóku þátt innan tíðar -