VOL.7 - 2023
VOL.7 - 2023
Cart 0

4,5 milljónir til Stígamóta

Með þessu átaki okkar, sem hefur stækkað með hverju árinu.. 
viljum við hvetja fólk almennt til að vera næs við hvort annað.

Verum næs, stöndum saman og höldum með hvort öðru, í stað þess að rífa náungann niður.
Saman stöndum við sterkari en í keppni við hvort annað.

Konur Eru Konum Bestar er lítil breyting á setningu en stór breyting á hugarfari.

 

Það voru yndislegar konur sem tóku á móti okkur hjá Stígamótum, www.stigamot.is
Þær fóru í gegnum starfsemina sem á sér stað þar. Starfsemin er enn í þróun í takt við tíðarandann. Það er alltaf hægt að gera betur. Sem betur fer, erum við sem samfélag orðin opnari með að segja frá og tala um misbeitingar. Nýjasta átakið þeirra er "Sjúk ást" sjá hér: 

Stígamót eru nefninlega ekki bara samtök sem taka á móti þeim sem orðið hafa fyrir ofbeldi (þegar skaðinn er skeður). Þau eru líka með fyrirbyggjandi forvarnir og leiðbeinandi ráðgjöf.

Vinnan á Stígamótum felst því í að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk, aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi og að sjá ofbeldið í félagslegu samhengi. Fólk sem leitar til Stígamóta ræður sjálft ferðinni, hve mikinn stuðning það vill og í hve langan tíma. Aðstandendur, svo sem foreldrar, makar og vinir geta einnig fengið stuðning og ráðgjöf á Stígamótum óski þeir þess.

Frá upphafi hafa Stígamót lagt kapp á það að þróa starfsemina á þann veg að ólíkir hópar brotþola upplifi sig velkomna, þar má meðal annars nefna karla, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk af erlendum uppruna. Jafnframt hafa Stígamót boðið upp á ráðgjöf á ýmsum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við sveitarfélög á þeim svæðum. Öll þjónusta Stígamóta er ókeypis og því á færi allra að sækja hana óháð efnahag.

 

Að verða fyrir ofbeldi er áskorun sem við óskum engum að verða fyrir.
Líklega langar fæstum (sem beita ofbeldi) að beita annan ofbeldi.

Hvernig á svo að bregðast við, ef einhver verður fyrir ofbeldi. 

Þetta er allt saman flókið og viðkvæmt ferli, sem enginn veit kannski nákvæmlega hvernig eigi að takast á við.. en Stígamót hafa reynt að koma með leiðbeinandi tillögur að hvernig eigi að bregðast við slíkum áskorunum.

Við tökum hattinn ofan, fyrir þeirra starfsemi, um leið og við vildum óska þess að slík starfssemi þyrfti ekki að vera til. 

Við getum öll gert betur ** Vöndum okkur að vera til.


Takk til stígamóta, fyrir sína óeigingjörnu starfsemi.
Við hvetjum ykkur að kynna ykkur starsemi þeirra >> www.stigamot.is

 

 

 

 


Older Post Newer Post