VOL.7 - 2023
VOL.7 - 2023
Cart 0

Konur eru konum bestar 2019

HÉR má lesa um KEKB 2019 vol3

Listakonan okkar hún Rakel Tómasdóttir á heiðurinn af myndinni á bakinu sem er svo vel heppnuð – KONUR !! 

Við ákváðum að hafa okkar mikilvægu skilaboð frekar lítil og látlaus í þetta skiptið, þrjár línur ofarlega fyrir miðju framaná bolnum. Með því móti er hægt að para hann vel saman með t.d. flottum blazer eða annarri yfirhöfn í vetur, en samt sjáum við alltaf setninguna sem skiptir okkur svo miklu máli – Konur Eru Konum Bestar.

Eins og síðustu ár er bolurinn samstarfsverkefni nokkurra kvenna.
Við erum Elísabet Gunnarsdóttir bloggari,  Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður, Aldís Pálsdóttir, ljósmyndari, og Rakel Tómasdóttir, grafískur hönnuður.

2019 hefur ein ofurkonan bæst í okkar góða hóp – Nanna Kristín Tryggvadóttir.

Árið 2019 völdum við að styrkja KRAFT – félagið hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða og styðja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Félagið er fyrir fólk á aldrinum 18 – 40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri alveg frá 16 ára og upp úr.

 

 


Older Post Newer Post